Sóló Jazz rútínur
Á þessu námskeiði munu nemendur læra solo jazz rútínur, þar sem farið verður yfir nokkrar af helstu jazz rútínum sveiflutímabilsins. Námskeiðið er í nokkrum hlutum og er hægt að skrá sig í staka rútínu eða alla haustönnina.
Solo jazz rútínurnar sem verða kenndar á haustönn eru:
– Shim Sham (9. og 16. September)
– Tranky Doo (23. September til 21. Október)
– Mama Stew (28. Október)
– Trickeration (4. Nóvember til 16. Desember)
Solo jazz rútínurnar sem verða kenndar á vorönn eru:
– Jitterbug stroll
– Big Apple
Engin fyrri dansreynsla er nauðsynleg fyrir þetta námskeið. Mælum með að klára a.m.k. tvær rútínur áður en farið er í Trickeration rútínuna.
Námskeiðið verður kennt á þriðjudögum klukkan 19:40
Sjá verð á námskeiðum á verslunarsíðu okkar, þar sem hægt er að kaupa stakt námskeið. 10% afsláttur reiknast af körfunni ef öll námskeiðin eru keypt saman í einu.


Hvað er sóló jazz?
Sóló jazz, einnig oft nefndur á ensku vernacular jazz eða authentic jazz, er dans með rætur í afríkönskum dönsum, þar sem ryþmi og spuni er oft í forgrunni hjá dansaranum. Í dag er sóló jazz dansaður við jazz tónlist, annað hvort í hreinum spuna (e. improvisation) eða í skipulögðum rútínum (e. choreography). Margar klassískar rútínur í sveifludans heiminum í dag koma frá stærstu nöfnum Lindy Hop heimsins frá aðal sveiflutímabilinu í Harlem, New York, og þar má nefna Tranky Doo sem samin er af Franky Manning og Trickeration sem samin er af Normu Miller. Ein aðal rútínan sem dönsuð er um dansgólf heimsins kemur úr steppdansheiminum, Shim Sham.
Skráning
Small Wonders ehf.
kt. 701118-0220
Ásvallagata 1, 101 Reykjavík
Tölvupóstur
sveiflustodin@gmail.com