Blues og Slow Lindy helgarnámskeið

Við ætlum að vera með helgarnámskeið í hægari tónlist!
Á þesu námskeiði verður farið yfir undirstöður blús tónlistarinnar og hvernig er hægt að samtvinna blús dansinn og Lindy Hop, þegar dansað er við hægari blús tónlist.

Hvor stíll um sig verður kenndur í eina og hálfa klukkustund, með stuttri pásu í miðjum tíma og á milli tímanna.

Tímarnir skiptast á þessa leið:
Blues – kl 12:30 til 14:15
Slow Lindy – kl 14:30 – 16:15

 Námskeiðið er kennt í Dans og Jóga Hjartastöðinni, Skútuvogi 13a.

Námskeiðið verður laugardaginn 13. apríl og kostar eitt námskeið 3500 kr og ef bæði námskeið eru keypt, þá kosta þau 5500 kr.

Athugið að lágmarksskráning þarf að nást svo að námskeiðið sé haldið.

 

Ekki þarf að koma með dansfélaga.

Í lindy hop skiptumst við á að dansa hvert við annað. Þannig fáum við fjölbreytta dansreynslu sem hjálpar okkur að læra og ná tökum á dansinum. Þar að auki er það skemmtileg leið fyrir nemendur til þess að kynnast og þjappar hópnum saman.

Það er þó fullkomlega í lagi að koma með dansfélaga og dansa einungis við hann eða hana á námskeiðunum.

 

Skráning

Small Wonders ehf.

kt. 701118-0220

Ásvallagata 1, 101 Reykjavík

 

Tölvupóstur

sveiflustodin@gmail.com

Hafa samband