Lindy hop 1b
Grunnnámskeið í lindy hop þar sem áhersla er lögð á að dansa eftir 8 slaga takti.
Farið verður yfir grunnspor og grunnhreyfingar lindy hopsins með það að markmiði að nemendur fái tilfinningu fyrir tónlistinni og hreyfingunni í dansinum. Lögð er áhersla á að hafa gaman af dansinum og tónlistinni.
Námskeiðið hefst fimmtudaginn 23. febrúar í Dans og Jóga Hjartastöðinni, Skútuvogi 13a. Námskeðið er kennt í fimm skipti, á fimmtudaskvöldum klukkan 19:30 og er hver tími 75 mínútur.
Námskeið hefst 23. febrúar.
Verð 15.900 kr.


Ekki þarf að koma með dansfélaga.
Í lindy hop skiptumst við á að dansa hvert við annað. Þannig fáum við fjölbreytta dansreynslu sem hjálpar okkur að læra og ná tökum á dansinum. Þar að auki er það skemmtileg leið fyrir nemendur til þess að kynnast og þjappar hópnum saman.
Það er þó fullkomlega í lagi að koma með dansfélaga og dansa einungis við hann eða hana á námskeiðunum.
Skráning
Small Wonders ehf.
kt. 701118-0220
Ásvallagata 1, 101 Reykjavík
Tölvupóstur
sveiflustodin@gmail.com