Lindy Hop 1 örnámskeið og Charleston upprifjun

Langar þig að læra sveifludans? Sveiflustöðin heldur krass-kúrs í Lindy Hop fyrir vana dansara eða þá sem vilja kasta sér beint út í djúpu laugina! Námskeiðið fer yfir mikilvægustu þætti Lindy Hop 1 námskeiðs Sveiflustöðvarinnar svo fólk geti farið beint á Lindy Hop 2 sem byrjar strax daginn eftir. Að lokum endar svo dagurinn með danskvöldi og rífandi stemningu!

Námskeiðið er haldið í The Dance Space Reykjavík, Höfðabakka 3 frá 11:30 til 15:30 laugardaginn 10. janúar 2026

Verð: 7.500 kr.

Einnig býður Sveiflustöðin upp á stutta upprifjun í Charleston þar sem farið verður hratt yfir efni til undirbúnings fyrir Charleston 3 námskeiðið. Námskeiðið er 1 klukkustund og er ekki hugsað fyrir byrjendur.

 

Námskeiðið er haldið í The Dance Space Reykjavík, Höfðabakka 3 frá 16:00 til 17.00 laugardaginn 10. janúar 2026

Verð: 3.900 kr.

 

Ekki þarf að koma með dansfélaga.

Á námskeiðunum skiptumst við á að dansa hvert við annað. Þannig fáum við fjölbreytta dansreynslu sem hjálpar okkur að læra og ná tökum á dansinum. Þar að auki er það skemmtileg leið fyrir nemendur til þess að kynnast og þjappar hópnum saman.

Það er þó fullkomlega í lagi að koma með dansfélaga og dansa einungis við hann eða hana á námskeiðunum.

 

Skráning

Small Wonders ehf.

kt. 701118-0220

Ásvallagata 1, 101 Reykjavík

 

Tölvupóstur

sveiflustodin@gmail.com

Hafa samband