Jólaball Sveiflustöðvarinnar / Christmas ball

3.500 kr.

Jólaball Sveiflustöðvarinnar 2023

Category:

Description

Við í Sveiflustöðinni ætlum að halda okkar árlega jólaball til að fagna því að núna erum við að ljúka enn einu árinu! Í þetta skiptið munum við vera í sal Dans og Jóga, í Skútuvogi 13a.

Ballið mun byrja kl 19:30 með opnum og ókeypis danstíma, fyrir þá sem vilja koma með vini sem hafa aldrei dansað áður! Síðan verður smellt á góðri sveiflutónlist í anda hátíðanna, og hitað upp fyrir hljómsveit kvöldsins, Arctic Swing Quintet! Hljómsveitin mun stíga á stokk kl 22:15, svo það er nægur tími að hoppa til okkar á ballið ef þið viljið ná hljómsveitinni eftir matarboð.

Forsölu verð á miðum verður til miðvikudags, 13. desember, svo það er um að gera að næla sér í miða á litlar 2500 kr. Eftir 13. desember og miðaverð í hurð verður 3500 kr.