Dans. Tónlist. Menning. Samfélag.

 

Sveiflustöðin er dansskóli sem sérhæfir sig í sveifludönsum sem dansaðir eru við iðandi djasstóna í anda þriðja og fjórða áratugarinns. Hér má nefna dansa á borð við lindy hop, charleston og balboa en einnig boogie woogie og solo jazz auk annarra dansstíla.

Við bjóðum upp á fjölbreytt og metnaðarfull námskeið sem henta bæði byrjendum sem og reyndari dönsurum.

Námskeið í apríl

Charleston grunnnámskeið

Kennd eru undirstöðuatriði í charleston. Flott fyrir fólk sem vill læra að dansa við hraðari takt.

Námskeið hefst 13. apríl 2023

Lindy hop framhaldsnámskeið

Kennd eru tæknilegri atriði og spor í lindy hop. Hentar vel fyrir þá sem vilja bæta upp á það sem kennt var í grunnnámskeiðum.

Námskeið hefst 13. apríl 2023

Tónlistin

Dans væri lítils virði ef ekki væri fyrir tónlistina. Sveiflustöðin hefur tekið saman fjölbreytta spilunarlista inni á Spotify þar sem finna má ljúfa sveiflutóna frá frábærum listamönnum á hinum ýmsu tímabilum.

Sýnishorn af spilunarlistum Sveiflustöðvarinnar má finna hér að neðan sem og hlekk á reikning Stöðvarinnar á Spotify.

 

Small Wonders ehf.

kt. 701118-0220

Ásvallagata 1, 101 Reykjavík

 

Tölvupóstur

sveiflustodin@gmail.com

Hafa samband