Dans. Tónlist. Menning. Samfélag.

Sveiflustöðin er dansskóli sem sérhæfir sig í sveifludönsum sem dansaðir eru við iðandi djasstóna í anda þriðja og fjórða áratugarinns. Hér má nefna dansa á borð við lindy hop, charleston og balboa en einnig boogie woogie og solo jazz auk annarra dansstíla.
Við bjóðum upp á fjölbreytt og metnaðarfull námskeið sem henta bæði byrjendum sem og reyndari dönsurum.







Námskeið í maí
Lindy Hop grunnnámskeið
Á þessu grunnnámskeiði verður farið yfir grunnspor í 6 slaga takti í Lindu Hop. Engin fyrri dansreynsla er nauðslynleg fyrir þetta námskeið.
Námskeiðið hefst 1. júní 2023
Tónlistin
Dans væri lítils virði ef ekki væri fyrir tónlistina. Sveiflustöðin hefur tekið saman fjölbreytta spilunarlista inni á Spotify þar sem finna má ljúfa sveiflutóna frá frábærum listamönnum á hinum ýmsu tímabilum.
Sýnishorn af spilunarlistum Sveiflustöðvarinnar má finna hér að neðan sem og hlekk á reikning Stöðvarinnar á Spotify.

Small Wonders ehf.
kt. 701118-0220
Ásvallagata 1, 101 Reykjavík
Tölvupóstur
sveiflustodin@gmail.com